Færslur: 2014 Febrúar

25.02.2014 13:23

Dagurinn sem var ekki rok.........



Sumir dagar eru stóðhestadagar hér í Hlíðinni, þessi mynd er tekin á einum slíkum hér fyrr í vetur.



Og svo er hér önnur á hlið með fjöllin í Eyjahreppnum í baksýn, já það er upplag að nota blíðuna til að smella myndum af köppunum saman.

En núna er ................
Rok og aftur rok nei það er víst engin frétt þennan veturinn. Sleppum því bara og tölum um eitthvað skemmtilegara.

Það er gaman í hesthúsinu þessa dagana og alveg nóg að gera hjá okkur öllum.
Mummi var með reiðnámskeið í Grundarfirði um síðustu helgi og svo er það Söðulsholt í dag.
Það er orðið svolítið síðan ég sagði ykkur undan hvaða stóðhestum við værum að temja núna. En þó svo að stór hluti af hrossunum sé inni allan veturinn þá eru alltaf einhverjar breytingar. Tamningahross koma og fara og eins þau sem eru bara í söluþjálfun.
Feður þeirra hrossa sem eru hjá okkur núna eru m.a Sporður frá Bergi, Mídas frá Kaldbak, Grettir frá Grafarkoti, Arður frá Brautarholti, Breiðfjörð frá Búðardal, Glymur frá Skeljabrekku, Sólon frá Skáney, Aðall frá Nýja-Bæ, Hróður frá Refsstöðum, Adam frá Ásmundarstöðum, Auður frá Lundum, Feykir frá Háholti, Gosi frá Lambastöðum og Sparisjóður minn og fl. fl.

Eftir folaldasýninguna voru öll folöldin tekin undan og eru núna komin inn en mæðurnar komnar í orlof þangað til næstu afkvæmi fæðast. Það var mjóróma folaldakór sem söng í nokkra daga eftir að þau voru tekin undan. Hljómaði eins og drengjakór sem óðfluga stefnir í mútur.


Um síðustu helgi fengum við vaska sveina sem tóku veglega sveiflum með rúningsgræjurnar svo núna er bara eftir að taka af gemlingunum. Góð tilfinning svona í lok febrúar að horfa yfir fjárhúsin og bara eftir að taka af 160 gemlingum.
Myndir koma fljóttlega.

20.02.2014 09:59

Sýnikennsla Hólanema á Miðfossum



Reiðkennaraefni frá Hólaskóla voru með skemmtilega  sýnikennslu á Miðfossum í gær.
Við brunuðu að sjálfsögðu þangað því eitt af reiðkennaraefnunum var hún Astrid okkar.
Þarna er hún á honum Fannari frá Hallkelsstaðahlíð.

Já þetta voru þau Astrid Skou Buhl í Hallkelsstaðahlíð (Danmörku) Bjarki Þór Gunnarsson, Borgarnesi og Johanna Schulz frá Þýskalandi sem hefur starfað m.a í Borgarfirði.
Þannig að það mátti segja að þau væru öll á heimavelli.
Góð mæting var á viðburðinn en rúmlega 70 manns mættu á Miðfossa.

Sýnikennslan hófst með smá fyrirlestri um þjálfunarstigann góða en þau útskýrðu í sameiningu nokkur atriði sem þau svo sýndu okkur í reið.
Það er ekki létt verk að koma fram í fyrstu skiptin jafnvel fyrir framan vini og kunningja.
Þau fóru yfir mismunandi atriði og lögðu hvert um sig áherslu á það sem þau eru að vinna í núna. Það var gaman að sjá hvað þau voru einbeitt og mettnaðarfull.
Ólíkir hestar og knapar sem fóru létt með að leiða áhorfendur með sér í gegnum verkefnin.
Verkefnin voru öll tengd við og útskýrð útfrá myndræna fyrirlestrinum í byrjun kvöldsins.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.




Þarna er hann Bjarki Þór með hestinn sinn en hér er hann að útskýra eitthvað mikilvægt.



Jóhanna með hestinn sinn Yl frá Blönduhlíð, hún er þarna að svara spurningum frá fróðleiksfúsum áhorfendum.



................... og Astrid að svara og útskýra, Fannar lætur sér fátt um finnast og treystir á að knapinn sé þokkalega lesinn.



Hér er nú samt eins og Fannar hafi ákveðið að taka til máls, allavega tekur hann undir það sem Astrid er að segja. Eins gott þau séu sammála........



Þarna glittir í tvo sem eru reynslunni ríkari þegar kemur að hestafræðum Guðlaugur Antonsson f.v hrossaræktarráðunautur og rektorinn Ágúst Sigurðsson.
Ágúst var duglegur að koma með spurningar láta krakkana spreyta sig.



Og það var greinilega bara gaman að takast á við það............já hestamennska á að vera skemmtileg.



Þau voru kát og skemmtileg krakkarnir og það er ekki svo lítils virði þegar miðla á þekkingu.
Það hlýtur að vera eins með nemendurna eins og hestana þeim verður að líða vel og vera óhræddir við leiðtogann ???  Spenna og hræðsla í burtu og árangurinn lætur ekki á sér standa.




Fátt er mikilvægara en gott bakland þegar verkefnin eru ögrandi, þessi komu að fylgjast með krökkunum. Bjarki hefur nú örugglega verð sáttur með það, foreldrarnir og amman.




Hér er Johanna að útskýra sveigjanleika hestsins og notar til þess pískinn. Sniðug steplan :)



Kaffihléin voru vel nýtt til þess að spjalla og taka stöðuna, hér er Finnur með orðið.



Hressar dömur frá Hvanneyri.



Ekki voru þessi minna hress en þarna eru Bjarni, Helga Björk og Dúddý sem öll komu brunandi úr Borgarnesi.



Góð kvöldstund með krökkum sem lögðu sig fram um að fræða á faglegan og skemmtilegan hátt. Hlakka til að fylgjast með þeim á næstunni, þau eiga bara bjarta framtíð fyrir sér.
Takk fyrir þið eruð flott.

17.02.2014 22:07

Mannlíf á folaldasýningu



Bara svona fyrir ykkur sem ekki vitið þá var æðislegt veður hér í Hlíðinni í dag og dagurinn nýttur vel til þjálfunar. Hér eru þær vinkonur Marie og Fáséð að njóta sólarinnar.

Jæja nú er komið að nokkrum myndum sem sýna mannlífið á folaldasýningu í Söðulsholti.




Þessir voru hressir að vanda Svanur yfirbloggari í Dalsmynni og Hallur bóndi á Naustum.



Hún Ansú okkar frá Finnlandi kom í heimsókn um helgina og smellti sér með okkur á folaldasýningu. Þarna eru hún og Astrid frekar grimmar að sjá..................



.......................en svo hvarf grimmdin og þessar elskur sýndu sín réttu andlit.



Það var líka gaman hjá okkur Hildibrandi............ hér er það hákarlinn sem kætir okkur.........



Þessir voru flottir saman og gátu í það minnsta tekið góða hlátursroku og rifjað upp þegar Eysteinn var styttri og breiðari.



Ungdómurinn var til fyrirmyndar eins og alltaf en hér er slakað á þegar tími er til.

Nóg í bili............

16.02.2014 23:01

Folaldasýningin í Söðulsholti



Það var hörkustuð á folaldasýningunni í Söðulsholti sem haldin var á laugardaginn.
Margir glæsigripir öttu kappi, fólk kom saman og hafði gaman er það ekki einmitt þannig sem það á að vera ?
Hér á myndinni fyrir ofan eru eigendur þeirra sem báru sigur úr bítum í flokki hryssna.

Merfolöld
1. Bella frá Söðulsholti brún
F, Aron frá Strandarhöfði
M,Donna frá Króki
Rækt, Einar Ólafsson
Eig, Söðulsholt ehf

2. Snörp frá Hallkelsstaðarhlíð, rauðblesótt
F, leiknir frá Vakurstöðum
M, Snör frá Hallkelsstaðarhlíð
Ræk, Astrid Skou Buhl og Sveinbjörn Hallsson
Eig, Astrid Skou Buhl

3. Hryðja frá Bjarnarhöfn, rauðblesótt
F, Haki frá Bergi
M,Lukka frá Bjarnarhöfn
Rækt/eig Herborg Sigurðardóttir



Þá eru hér eigendur hestfolaldana............. einhver púkasvipur í gangi en Hildibrandur ráðsettur að vanda. Svo er röðin hjá okkur líka í vitleysu.................

1. Loki frá Minni-Borg, rauðskjóttur hringeygður
F,Ábóti frá Söðulsholti
M,Löpp frá Hofsstöðum
Eig/ræk, Katrín Gísladóttir

2. Blakkur frá Bjarnarhöfn, brúnn
F, Stormur frá Leirulæk
M,Rjúpa frá Bjarnarhöfn
Ræk/eig, Hildibrandur Bjarnasson

3. Gosi Gosason frá Hallkelsstaðarhlíð, brúnn
F, Gosi frá Lambastöðum
M,Tign frá Meðalfelli
Rækt/eig, Sigrún Ólafsdóttir




Þarna eru rætkendurnir og eigandinn að skoða verðlaunagripinn sem Snörp litla frá Hallkelsstaðahlíð fékk. Já Sveinbjörn og Astrid  voru kát með sína.



Þarna er Topplétt frá Hallkelsstaðahlíð, faðir er Toppur frá Auðsholtshjáleigu og móðir Létt frá Hallkelsstaðahlíð.



Þetta er Svaðaborg frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Uggi frá Bergi og móðir Þríhella frá Hallkelsstaðahlíð.



Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.



Þytur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Blika frá Hallkelsstaðahlíð.



Snörp frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Leiknir frá Vakurstöðum og móðir Snör frá Hallkelsstaðahlíð. Þessi var í öðru sæti í flokki hryssna.



Hafgola frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Blær frá Torfunesi og móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Góður dagur í Söðulsholti og margar fleiri myndir væntanlegar hér inná síðuna.

10.02.2014 21:38

Flottasta þorrablótið



Eitt það besta þorrablót sem ég hef sótt var haldið í Lindartungu um síðustu helgi, húsið var troðfullt og komust færri að en vildu.  Skemmtiatriðin voru frábær, hljómsveit Geirmundar í hörkustuði og sveitungarnir einstaklega kátir og skemmtilegir. Það var ýmislegt til gamans gert t.d voru fluttir tveir fréttaþættir frá Hálfellefu fréttum, en þær slógu í gegn í fyrra. 
Síðan var það heimsfrumsýning á stórmyndinni ,,Svo á jörðu sem á himni" og að auki söngur og glens.
Leikararnir fóru á kostum og nokkur nýstyrni spruttu fram á sjónarsviðið, sú sem að lék mig var eiginlega miklu betri en ég. Spurning um að fá betri nýtingu á hana ???
Á þessari fyrstu mynd eru forsöngvararnir að þenja sig af miklum krafti, Mummi, Kristján og Magnús Snorrastaðafeðgar, Ásberg í Hraunholtum, Gísli hreppsstjóri í Mýrdal og Sigurður á Kálfalæk.
Þar sem netsambandið hefur verið með daprasta móti ætla ég að smella inn nokkurum myndum á bloggið sem gefa smá innsýn í fjörið. Myndasafnið í heil mun svo koma undir flipanum album við fyrsta tækifæri.



Sú nýbreyttni var tekin upp á þessu blóti að tilnefna Kolhrepping ársins en það gerðu þeir nefndardrengir með tompi og prakt. Á myndinni er hluti nefndarinnar mættur á sviðið til að verðlauna Kolhrepping ársins en það var enginn annar en Albert á Heggsstöðum sem hlaut þennan tiltil. Það má svo sem segja að fjárstofninn hjá Heggsstaðabóndanum hafi komið honum á þennan stall en nokkur hópur kinda hjá honum hefur borið tvisvar á framleiðsluárinu. ( Sjá nánar í Skessuhorni blaði okkar vestlendinga)
F.v Albert á Heggsstöðum og því næst nefndarmennirnir Þráinn og Arnar í Haukatungu, þá Mummi en á myndina vantar Karen á Kaldárbakka sem einnig var í nefndinni.



Mummi var veislustjóri og kryddaði sögur úr einkalífinu svona á milli atriða.
Á myndinni hér að ofan má sjá viðbrögð hans heittelskuðu við sögunum................held að Þóra sé að kafna þarna við hliðina ;)




Stundum þarf að fórna sér fyrir góðan málstað og það gerði Snorrastaðabóndinn svo sannarlega. Hann kom fram fyrir hönd fráfarandi skemmtinefndar og taldi farir þeirra ekki sléttar.................en hann var með nokkuð sléttan maga.
Já þorrablótsdressin eru misjöfn og sum kannske klæðilegri en önnur.



Geirmundur hélt uppi stanslausu stuði langt fram á nótt eða það held ég allavega svona m.v hassperurnar sem komu fram daginn eftir.
 Þessir tveir hvíldu lúin bein og gerðu tilraun til að syngja Geira í kaf sem tókst als ekki.
Skúli og Halldór bóndi á Þverá.



Við Albert tókum létta sveiflu og vorum mun hressari en þessi mynd sýnir..........
Lítur ekki vel út fyrir mig ef að dansherrarnir þurfa að vera með lokuð augun í sveiflunni.



Hrannar var hress og naut sín vel þegar dömurnar litu svona hressilega upp til hans.
Mér sýnist samt að Sæunn sé hálf smeik um að hann helli yfir hana, er greinilega við öllu búin.
Sigfríð er kaldari og líkleg til að verjast með k og k ef á reynir.



Hreppstjórinn er línudanskóngur hreppsins en hér er hann bara í settlegum valsi við Ólöfu húsfreyju á Kálfalæk.



Það var létt yfir Hraunholtafjölskyldunni en þarna sést hluti af mannskapnum.



Þessar voru hressar að vanda.............. já já íslenski þorramaturinn er góður...... sérstaklega hákarlinn og brennivínið.



Þarna eru Magnús, Ingvi Már og Álfrún sem smelltu sér til okkar á blót, bara gaman að fá þau.



Já já það má drekka Grand oftar en í réttunum............ og Grandið bara komið í handhægar neytendapakkningar. Einmitt Grand var það heillin, frú Sigfríð.



,, Já mamma mín svona verð ég nú góður ef að þú .................,,
Frú Helga í Haukatungu og Þráinn nefndarmaður með meiru ræða málin.



Við dömurnar yngri og eldri ,,pósum,,  alltaf á þorrablóti og núna var sko Geiri í baksýn............ ekki svo slæmt.



Og það voru fleiri sem voru klár í myndatöku............ Astrid og Gunnar Hjarðafellsbóndi sem oftast er nú ljúfari á svipinn.



Allir í syngjandi sveiflu........................ já það var gaman á þorrablóti í Lindartungu.

Þetta er bara smá sýnishorn af myndasafninu sem af myndavélinni kom, fleiri myndir birtast á næstunni. Þið sem voruð á svæðinu ekki örvænta það kemur mynd af þér ;)

02.02.2014 10:36

Rokið, Wikileaks og lífið í sveitinni



Það er hressandi að fara í góðan rekstur í rokinu en það getur verið strembið á móti vindi.



Þessi tók bara flugið og fór létt með það, svífur á móti vindi og snertir ekki jörðina.



Við skvísurnar sprækar eftir nokkrar hrossarekstrarferðir og skítmokstur.
Natashja okkar komin aftur og svo er það hún María sem kom til okkar eftir áramótin líka frá Danmörku.



Annars var svona njósnaþema í húsunum í dag, spurning hvort Wikileaks viti af þessu eða sé með í plottinu ?
Auðséð og Hnyðja liggja á gæjum.



Nýjasta rolluslúðrið......................... er mergjað og meiri háttar. Þið ættuð bara að vita.



Sparisjóður njósnaði um Snotru sem njósnaði um fóðrið hans.....................allt að upplýsast.



.............. og Kolla njósnaði um Ófeig sem var að glápa á eitthvað örugglega í njósnatilgangi.



Og þessi gráflekkótti Borgarfjarðarsjarmur njósnaði hvort það væri nokkuð eigandinn sem væri bak við myndavélina.

Ætli Wikileakskallinn viti af þessu ??????????????
  • 1