Færslur: 2016 Desember

28.12.2016 22:41

Undir jóla hjóla tré er pakki.....

 

Við hér í HLíðinni höfðum það ljómandi gott um jólin og lifðum í hefðbundnum vellystingum.

Hefðir ráða að mestu ríkjum með hæfilegu skammti af nýjungum og stundum leti.

Nauðsynlegt er að halda uppáhalds jólaskrautinu á sínum stað og þannig tryggja að jólin fari ekki framhjá.

Einnig er mikilvægt að pakkaflóðið sé alltaf undir jólatrénu. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir var engin breyting þar á þessi jólin.

Jólatréð var að vísu í minna lagi þetta árið en stóð þó fullkomlega fyrir sínu.

Já enga fordóma, þið sjáið þetta fallega tré sem ekki einu sinni fellir barr í tíma og ótíma.

 

 

Að sjálfsögðu er jólasveinafjör í öllum hornum eins og vera ber á jólunum.

 

 

 

En það voru ekki bara jólagjafir sem bárust í desember, ó nei aldeilis ekki.

Þessa mynd fékk Mummi í afmælisgjöf en hana málaði snillingurinn hún Josefína Morell á Giljum.

Ljósmyndarinn sem tók myndina af myndinni er hinsvegar slæmur og allt sem ekki kemur vel út hér skrifast á hann.

Myndin er af Mumma með uppáhaldið Skútu, folaldið er Kafteinn Ölnirsson og í bakgrunninn er hann á Snekkju sem er undan Skútu og Glotta.

Útsýnið er svo það sem við sjáum út um eldhúsgluggann á góðum degi.

 

 

Já myndin er ekki skökk, það er ljósmyndarinn.

Enda sjáið þið svipinn á afmæliskappanum hefur greinilega enga trú á ljósmyndahæfileikunum.

 

Annars eru að koma áramót og því alveg tímabært að ég fari að smella í eins og einn áramótapistil hér á síðunni.

Efnið í hann er að gerjast í höfðinu á mér.

Hann er reyndar að verða svolítið umfangsmikill en hann kemur þá bara í skömmtum.

 

 
 

 

25.12.2016 21:09

Gleðileg jól.

 

Hér í Hlíðinni eru allir í jólaskapi og því læt ég fylgja með nokkrar myndir.

 

 

Kátur og Snotra voru frekar hissa á því að húsfreyjan hefði tíma fyrir fíflagang.

Og af svip þeirra má ráða að hún ætti frekar að vera heima að baka.

 

 

En það er gaman að leika sér hvort sem það er húsfreyja, hundur eða hestur.

 

 

Snotra hefur alltaf breiðast brosið og tóksi vel út með húfuna.

 

 

Þessi var ekki alveg eins upplitsdjarfur en það eru líka ekki alltaf jólin.

 
 
 
 
 

14.12.2016 14:50

Rennblautur október..........

 

Áður en ég segir ykkur hvað sé að frétta af smákökubakstri, sauðfjársæðingum og gluggatjaldaþvotti koma hér vatnamyndir frá því í október.

Þó svo að blíðan hafi verið yndisleg þá var vatnsmagnið alveg nóg.

Hér fyrir ofan sjáið þið fossinn í bæjarlæknum sem venjulega lætur lítið fyrir sér fara.

 

 

Bæjarlækurinn lék jökulá um tíma og var bara ansi kátur.

 

 

Lækurinn er venjulega fær á gúmískóm en þarna ............sennilega ekki.

 

 

Það streymdu lækir niður Hlíðarmúlann og það er nú ekki á hverjum degi.

 

 

Jafnvel sprænurnar í Skurðabotnunum svokölluðu vour brattir þennan dag.

 

 

Inní hlíð var sama sagan lækir út um allt.

 

 

Djúpadalsáin átti góðar rispur og fengu Eyrarnar að kenna á því.

 

 

Við Hafurstaði þar sem Fossá og Djúpadalsáin mætast var blautt.

 

 

Og já Fossáin var í meira lagi.

 

 

Fossarnir í Múlanum snéru öfugt, svona stundum.

 

 

Svona var vegurinn suður að Hafurstöðum.

 

 

Aðeins komið betra veður.

 

 

Já þeir skildu eftir sig ljótar skriður sumir lækirnir, þessi endaði á girðingunni.

 

 

Steinninn Snorri var að mestu umkringdur vatni.

Þarna eru líka Hnjúkarnir og Gullborgin í baksýn.

 

 

Októberkvöld.

 

 

.................með fulgum og kindum.

 

 

Já og sólin maður hún leit við örfáa daga.

 

 

Vegurinn fór líka á kaf............

 

 

Þar sem vegurinn endar................ekki venjulega.

 

 

Kyrrð og ró.

 

 

Fossakrókurinn.

 

 

Október frí.

 

 

Brúnirnar með meiru.

 

 

Múlinn er þarna ennþá og ekki neinir lækir sjánlegir.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

04.12.2016 22:01

Aðventan.............elskurnar.

 

Það eru að koma jól eða það grunar mig.......... sérstaklega eftir eins og eina Reykjavíkurferð.

Jólaljósin eru dásamleg og ég verð svolítið eins og Kertasníkir gleymi mér við að njóta þeirra.

En það er ekki allt sem ég kann að meta í borginni því þolinmæði mín er ekki svo mikil þegar kemur að því að komast á milli staða.

Ekki það að ég þurfi að hægja niður og sneiða hjá hyldjúpum holum eins og í Hnappadalnum ó nei.

Það er meira svona þrengslin og ,,svínaríið,, sem truflar fjallakellingar eins og mig.

Óumbeðin umferðateppa framkallar einbeittan brotavilja hvað góða hegðun varðar og ég þarf að taka á honum stóra mínum til að haga mér.

Illa uppaldir bílstjórar verða gjarnan drauma fyrirmyndirnar og orðbragðið sem flögrar um í höfðinu minnir á atvinnu orðhák af verstu gerð.

Sem betur fer gengur oftast vel að komast á beinu brautina og það rennur yfir mig ský skynsemi og virðuleika.

Enda eins gott annað gæti nú aldeilis farið illa.

Ég var mun þreyttari eftir einn dag í höfuðborginni en nokkrar daga á fjöllum.

Þetta er alls ekki illa meint á nokkurn hátt enda margar skýringar á því.

Til dæmis svo eitthvað sé nefnt.

Verkefnalistinn er rosalega langur þegar ég loksins dríf mig í bæinn, hann mundi sennilega vera hæfilegur fyrir svona eins og þrjá daga. 

Svo er ég alltaf miklu betur skóuð þegar ég fer til fjalla en til Reykjavíkur.

Þegar ég fer til fjalla borða ég vel áður en farið er af stað og nesti haft með í för. 

Reykjavíkurferðirnar eru svo ,,vel,, skipulagðar að undirbúingurinn fer að mestu fram klukkutíma fyrir brottför og þá er enginn tími til nærast. Maður getur nú ekki allt á einum klukkutíma, sturta, flota, sparsla og maður minn, muna allt sem ætti að vera á minnismiðanum.

Út um dyrnar er rokið og brunað af stað því allt á að gerast og allt á að muna.

Svo þegar vel er liðið á daginn eru augun orðin brún af kaffidrykku, blóðþrýstingurinn ómælanlegur og frúin fjúkandi.....

Það er þá sem það rifjast upp að morgunmatur og nesti er eitt af því sem gerir fjöllin mikið betri en höfuðborgina.

 Ég er mjög stolt af höfuðborginni okkar en það er bara miklu betra að það séu aðrir þar en ég.

Góðar stundir.......... en þess ber að geta að ég á eftir að fara sennilega einar þrjár ferðir til Reykjavíkur fyrir jól.

 
  • 1