Færslur: 2016 Nóvember

24.11.2016 22:58

Fallegur nóvember.

 

Þarna eru hrossin að njóta fyrstu gjafarinnar þennan veturinn.

Þó nokkur hópur hefur haldið sig fyrir sunnan á eins og við segjum.

En það þýðir að þau eru fyrir sunnan Fossá og Djúpadalsá eða í kringum Hafurstaði.

Það eru að vísu ljómandi góðir hausthagar með góðum skjólum og öllu tilheyrandi.

En vandamálið er að við viljum ekki að þau lokist þarna þegar árnar fara að verða ill færar af klaka og snjó.

 

 

Við sóttum þau á þriðjudaginn í dásemdar blíðu.

 

 

Blíðu sem var góð til að trítla um fjöll, taka myndir og jafnvel tala í síma.

 

 

Svona blíða er bara góð í allt.

Þessi mynd er tekin af hlaðinu við gamla bæinn í átt að því,,neðra,,

Í dag var svo boðið uppá rok og rigningu þannig að allur snjór og klaki er farinn.

 

 

Nú fer bráðum í hönd sá tími þegar sauðfjármarkmiðin koma fram og eru sett af fullum þunga.

Upphafið er alltaf fundur sauðfjárbænda sem fagna útgáfu á hrútaskrá ársins.

Sem sagt jólabók sauðfjárbænda er komin út.

 Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um alla þá hrúta sem eru í boði á sæðingastöðvunum þetta árið.

Á meðfylgjandi mynd sjáið þið hversu mikið alvöru  mál þetta eru en vitið þið hvað ??

Þetta var bráð skemmtilegur fundur og fundarmenn ekki alltaf svona brúnaþungir.

Ég er rétt komin á fyrstu síðurnar enda er bara nóvember ennþá.

Annars er þetta að verða komið á fulla ferð meira að segja fullorðins númerin að komast í gemlingana.

 
 
 
 
 

17.11.2016 23:16

Nokkur af árgerðinni 2013.

 

Þetta er hún Svaðaborg frá Hallkelsstaðahlíð, hún er undan Ugga frá Bergi og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð.

Svaðaborg er komin inn í tamningu en hún er einmtt af árgerðinni 2013.

Svaðaborg heitir Svaðaborg eftir Svaðaborg sem er klettaborg hér í Hlíðarmúlanum.

Já við notum einföld og góð nöfn á hrossin okkar hér í Hlíðinni.............nú finnst ykkur það ekki ???

En Svaðaborg var hrakfallabálkur síðasta vetur og lenti í ýmsum hamförum eins og fram hefur komið hér á síðunni.

M.a þessu sem þið sjáið hér á myndinni fyrir neðan.

 

 

Já hún leit ekki vel út löppin í febrúar 2016 en með frábærri hjálp Hjalta Viðarssonar, dýralæknis er hryssan algjörlega óhölt í dag.

Hún er komin þónokkuð á veg í tamningunni og ekkert sem bendir til þess að þetta hái henni neitt.

Og það sem meira er það sést ekkert á löppinni. Nei nei við þekkjum hana alveg og þetta er ekkert annað brúnt hross.

 

 

Já hann Hjalti dýralækinir hefur heldur betur verið okkur hjálplegur í ýmsu basli.

Hann bjargaði t.d henni Skútu sem fárveiktist þegar þessi var í móðurkviði (sjá nánar um það hér á síðunni).

Þetta er hún Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð hún er undan Álfarinn frá Syðri Gegnishólum og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

Hjaltalín er árgerð 2013 og því komin inn í tamningu.

 

 

Símon frá Hallkelsstaðahlíð er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

Hann er líka mættur inn og byrjaður að nema fræðin.

Hafgola frá Hallkelsstaðahlíð er undan Blæ frá Torfunesi og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Hún er komin inn en mynd verður að birtast síðar, einnig er komin inn Topplétt frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Nánar um fleiri tryppi síðar.

 

 

Kafteinn Ölnirs og Skútuson eyddi sumrinu í Dölunum en þar tók hann á móti góðum hóp af hryssum.

Nú er hann kominn heim í Hlíðina og hefur kvatt allar dömurnar sínar.

Fylprósentan var hreint frábær hjá 2ja vetra fola.

 
 
 
 
 
 

17.11.2016 22:17

Dásamlegur nóvember.

 

Hvað er betra en dásamlegur nóvember dagur í Hlíðinni ?

Þegar þessi mynd var tekin vorum við að smala inn síðustu kindunum í rúning.

Mikið skildi ég kindurnar sem voru hreint ekkert á því að fara inn í hús.

En það átti nú eftir að breytast.

Já við erum sem sagt búin að klippa allt féð en það kláraðist þann 11 nóvember.

Heimtur eru þokkalegar sem virðist bara vera orðið árvisst hér í sveit en það eru ansi mörgum sem vantar margt fé af fjalli.

Við höfum þó von um að eitthvað eigi eftir að draga til tíðinda þar sem okkur vanta nokkrar samstæður. Það er kindur með báðum lömbum og gelda gemlinga.

Nokkrar árangursríkar eftirleitir hafa verið farnar en þær síðust gáfu frekar lítið jafnvel ekki neitt.

Ég er nokkuð ánægð með líflambahópinn þetta árið en svo verður bara að koma í ljós hvernig hann stendur sig.

Líflömbin er m.a undan Salamoni frá Hömrum, Kornilíusi frá Stóru Tjörnum, Kalda frá Oddsstöðum, Höfðingja frá Leiðólfsstöðum, Berki frá Efri Fitjum, Svima frá Ytri Skógum, Baugi frá Efstu Grund, Roða frá Melum, Krapa frá Innri Múla og Þoku-Hreini frá Heydalsá.

Flest eru þó líflömbin undan heima hrúti sem heitir Salómon Salamonsson hann kom best út hérna heima.

Svo hef ég fest mér kynbótagrip í annari sýslu ....................nánar um það síðar.

Það er góð tilfinning þegar líflömbin hafa verið meðhöndluð á okkar hefðbundna hátt bráða, lungna og garnaveikibólusett auk ormalyfsgjafar.

Þessi árgangur verður sennilega mjög kröfu harður á heilbrigðisþjónust þar sem að þau fengu hjúkrunarfræðing til að bólusetja.......

Næst eru það svo fullorðinsmerkin og flokkun fyrir fengi tímann.

 

En það er meira um að vera í Hlíðinni en kindastúss, hesthúsið er orðið fullt og allt komið á fullaferð með mörgum skemmtilegum hestefnum.

Nánar um það í næsta bloggi.

Veðrið síðustu daga hefur verið ansi kalsalegt og ekki í samræmi við myndina sem tekin var um síðust helgi.

Við byrjuðum að gefa folaldshryssunum og veturgömlu tryppunum fyrstu rúlluna í gær.

Já það er kominn vetur.

 

 
  • 1