01.03.2020 19:59

Blússandi færi krakkar...........

 

 

Það hefur sennilega ekki farið framhjá ykkur að stundum hefur tíðin verið leiðinleg í vetur.

En svo hafa líka komið afbragðsdagar með blíðu og huggulegheitum.............uuu allavega nokkrir.

Einn svoleiðis dagpart var rykið dustað af myndavélinni og stokkið út og smellt af nokkrum myndum.

Þetta er hún Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Álfarni frá Syðri Gegnishólum og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Hjaltalín er skemmtileg hryssa sem er í uppáhaldi bæði hjá eigandanum og öðrum sem kynnast henni.

 

 

Hér er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Konsert frá Hofi og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

Snekkja móðir hans er systir hennar Hjaltalínar en þær eru báðar undan Skútu Adamsdóttur.

Skemmtilegur karater og hvers manns hugljúfi.

 

 

Á þessari mynd er hann að spara skeifurnar með alla fætur á lofti.

 

 
Já það er upplagt að nota færið.

 

 

Hann hefur nóg af faxi og sannarlega ljóshærður sjarmur.

Það fer vel á með þessum köppum alla daga bæði úti og inni.

 

 

Kátur Auðsson og Karúnar er rétt að komast í trimm, hann ætti að vera eins og 90% þjóðarinnar alltaf í megrun.

 

 

Það er samt kraftur í kallinum og ekki langt að bíða að hann verði kominn í enn meira stuð.

 

 

Var allavega kátur með sig í blíðunni.

 

 

Hann er vel að sér í veðurfræðum og taldi því vænlegast að drífa sig heim.

 

 

Það kom líka á daginn að lognið var ekki að stoppa lengur en það þurfti.

En það þarf nú ekki að vera að myndatöku veður standi lengi yfir þessa dagana.

Þarna byrjaði að skafa enn einu sinni...............framhald síðar.