26.03.2018 20:00

Það lítur vel út með ,,pakkana,, þetta árið...............

 

Það er alltaf spennandi þegar hann Bubbi kindasónari er væntanlegur til að framkvæma árlegu kindamæðraskoðunina.

Þessar biðu spenntar eftir honum alveg eins og við.

Frá því um árið er það spenningur í bland við kvíða sem fyllir hugann þegar þetta verkefni er framundan.

Að þessu sinni var léttir að talningu lokinni en útkoman var betri en oftast áður jafnvel sú besta.

Fjárstofninn mun því stækka verulega hér í Hlíðinni þegar líða fer á maí.

 

 

Minn draumur er að sem flestar eldri ærnar séu með hvorki fleiri né færri en tvö stykki og gemlingarnir með eitt stykki.

Það finnst mér hæfilegt. Ærnar sýndu þessum draumum mínum all góðan skilning en gemlingarnir hafa eitthvað misskilið.

Fjöldi tvílemdra var ríflegur og sem betur fer voru fleiri þannig en geldir......

 

 

Það er hátíðar stemming þegar talning fer fram og góðir grannar hjálpast að með herlegheitin.

Að sjálfsögðu mæta aldnir höfðingar í húsin og fylgjast með.

Já það lítur út fyrir krefjandi sauðburð með miklum lambafjölda og fjöri.

Vitið þið ekki örugglega um duglega sauðburðaraðstoð fyrir okkur ???