04.01.2014 21:06

Rokr.......... þið vitið



Þegar veðrið er eins og það er verð ég bara að ylja mér við sumarmyndir og brosa.

Á myndinni er hún Auðséð mín undan Karúnu og Sporði frá Bergi.
Auðséð er á fjórða vetri og er komin inn fyrir nokkru enda tímabært að byrja tamningu á gripnum.



Æfinguna fram og niður er nauðsynlegt að æfa og spurning hvort það er ekki auðveldara svo liggjandi ? Alveg þess virði að prófa sko.



Svo kemur alltaf að því að maður verður að rífa sig upp og fara að gera eitthvað af viti.

Já eitthvað af viti, verður allavega að vera eitthvað innandyra því hér hafa verðið ansi margir metrar á sek. síðustu daga.
Hávaðarok og fljúgandi hálka er nú ekkert í uppáhaldi hjá mér en þar sem ég var búin að ná sáttum við vinkonu mína Pollýönnu þá er það bara fínt.
Inúítagöngulagið og 95 ára reglan klikka ekki og hafi maður þetta tvennt að leiðarljósi eru manni allir vegir færir jafnvel í hálku.

Allt í standi og þorrablót á næsta leiti getur maður nokkuð beðið um meira ??