29.11.2013 16:06

Góð kvöldstund



Síðast liðinn miðvikudag var Mummi með sýnikennslu á Miðfossum en það voru félagar í Grana sem fengu hann til að fara m.a yfir þjálfun í byrjun vetrar.
Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri er starfrækt af nemendum Landbúnaðar háskólans en er einnig opið starfsólki og staðarbúum á Hvanneyri.
Mummi fór með tvo hesta með sér þá Sprota frá Lambastöðum og Sparisjóð frá Hallkelsstaðahlíð. Sprota notaði hann til að sýna æfingar í hendi og hringteymingar. Sparisjóð notaði hann svo í reið og einnig smá leikaraskap.



Góð mæting var hjá nemendunum og mættu um 70 manns á sýnikennsluna.



Þessi mynd gæti kallast ,,bræðraspjall,, en þarna eru Reynisbræður að njóta veitinganna í hléinu.



Þessir flottu reiðkennarar mættu á sýninguna og að sjálfsögðu með litlu flottu hestamennina sína. Heiða Dís og Linda Rún hressar að vanda.



Þar sem ég er sérstök áhugamanneskja um lopapeysur varð ég að smella mynd af þessum myndarlega manni og nautgripapeysunni hans. Ég hef séð margar flottar peysur með hestum og kindum en aldrei áður svona góðri ,,beljupeysu,,



Sýningargestir ,,hesthúsuðu,, mörgum tugum af pizzum en þarna eru veitingastjórarnir að gera vörutalningu í lokin. Karen og Skapti sveitungar okkar.



Aðstoðardömurnar stóðu sig vel að vanda en þarna eru þær með Sparisjóð ný bónaðan.



Mummi og Sparisjóður enduðu svo á því að leika sér aðeins saman, fækkuðu reiðtygjum, sippuðu svolítið og þegar reiðtygin vor öll komin af var mál að hneygja sig.