31.07.2013 13:30

Fréttaskot


Það er óhætt að segja að að veðrið hefur boðið uppá margar gerðir síðustu vikurnar.
Þegar þetta er skrifað er hádegi og ekki nema 6 stiga hiti og bálhvasst hér í Hlíðinni. En veðurfræðingarnir lofa blíðu næstu daga sem er eins gott því hér liggur flatt hey á 25- 30 he.
Við eru búin að ná öllu heyi í plast sem við hirðum niður í sveit á Melunum, Haukatungu, Kolbeinsstöðum og Rauðamel.  Þá eigum við bara eftir að keyra heim og það tekur nú tímann sinn svo maður tali nú ekki um þegar vegurinn er hálf ófær.

Ragnar frændi minn fagnaði 80 árum síðast liðinn laugardag, við kellurnar slettum í form og viti menn nærri 60 manns heiðruðu hann með nærveru sinn. Ragnar var mjög ánægður með daginn og skemmti sér alveg ljómandi vel með ættingjum og vinum.
Ég setti nokkrar myndir inní albúm hér á síðunni sem þið getið skoðað og fleiri myndir munu birtast fljóttlega. Já það er bara gaman að eiga afmæli.

Á morgun fer hún Therese sem hefur verið hjá okkur í mánuð aftur heim til Svíþjóðar.
Þessi mánuður hefur liðið eins og örskot og við eigum örugglega eftir að sakna hennar.
Therese er dugleg og áhugasöm hestakona sem á örugglega eftir að koma aftur til Íslands.

Já tíminn líður óþarflega hratt en er það ekki bara merki um að það sé gaman að vera til ?
Vikan hefur verið þakin ansi fjölbreyttum verkefnum allavega hjá húsfreyjunni. Fyrir utan hestastúss, tamningar og þjálfun hefur ýmislegt verið í boði. Kella kláraði og gerði upp sauðburðinn svona í bókinni þið vitið, hitt var nú frá sem betur fer.
Ég ætla ekki að deila með ykkur neinum niðustöðum þær eru allar frekar sorglegar og ekki til þess fallnar að vellta sér uppúr að svo stöddu.
Bakstur og önnur húsmóðurstilþrif tóku sinn toll að ógleymdum örðum daglegum snúningum. 
Umferð veiðimanna, göngu og hestahópa er þó nokkur svo að nú getum við kannske loksins talist í alfara leið..... um stundarsakir.