22.01.2012 13:35

007 smá Bond



Ekki veitir nú af góðviðrismyndum þessa dagana.......svo ég smellti hér inn einni slíkri.

Það er nú ýmislegt sem að ég hef haft fyrir stafni síðan ég skrifað síðast hér inná síðuna.

Og vitið þið hvað ??? Nú er ég orðin Bondína eða svona næstum því eftir að við skelltum okkur á Bond tónleika sem fram fóru í Hörpunni. Mjög skemmtilegir tónleikar með frábærum listamönnum og aðal erindið að skoða húsið Hörpuna.
Ég hef ekki vit á húsum hvað þá tónlistarhúsum en ef að Harpan væri hesthús þá finndist mér plássið illa nýtt.
Þetta var góð ferð og alveg þess virði að hlusta á frábæra tónleika og sjá Hörpuna.

Um helgina var Mummi með frumtamninganámskeið í Grundarfirði, hann kom heim í kvöld ánægður með hestakost og nemendur. Alltaf gaman að koma í Grundarfjörðinn.

Hér var gott veður í dag þó svo það gengi á með éljum og færðin ekki svo slæm m.v síðustu vikurnar. Útigangurinn var grandskoðaður og þá sérstaklega folöldin og hryssurnar.
Allt var í stakasta lagi og ekki annað að sjá en hrossin hefðu það virkilega gott með hey og steinefnaföturnar sívinsælu.

Enn fjölgar í fjárstofninum því í kvöld fengum við símtal um að við ættum lamb suður í Borgarhreppi. Spennandi að vita hvað er þar á ferðinni og ekki slæmt þegar fleira fé skilar sér af fjalli.

Handbolti já það er eins gott að ég skrifaði ekkert á föstudaginn en í dag var ég sátt og verð það vonandi líka bæði á þriðjudaginn og miðvikudaginn..........