10.01.2011 20:26

Fjórir kappar farnir á Hóla...........

Nú er hann napur að norðan.................
Ég held að góða veðrið að undaförnu hafi bara gert mann að aumingja því að um leið og eitthvað kólnar er ég farin að væla.
Nú verður föðurlandið, ullarsokkarnir og lambhúshettan staðalbúnaður á næstunni.

Ég nefndi fjörureið í síðasta bloggi og viðbrögðin létu ekki á sér standa, tölvupóstar og læti. Er ekki spurning um að gera eitthvað spennandi......................?????

Í dag fór Mummi norður að Hólum en námið á reiðkennarabrautinni hefst hjá honum á miðvikudaginn. Hann fór með þá félagana Fannar og Gosa sem að hann fer með í námið auk þess tók hann einn uppáhalds prins úr Borgarfirðinum með.
Um næstu helgi er svo stefnt að því að sækja fleiri gripi og fara með norður. Bara spennandi.

Í gær fengum við góða gesti sem komu og enduðu jólin með okkur kaffispjall og notalegheit. Nú er sem sagt jólaskrautið alveg að komast á sinn stað þó með smá undantekningum.
Hver sagði að það þyrfti að fara strax????

Úr sauðfjáhorninu er það helst í fréttum að farið er að síga á seinni hlutann á fengitímanum.
Flest hefur gengið með ágætum og þó.....................
Ég verð að nefna eitt sem valdið hefur mér hugarangri að undanförnu en það er andlegt ástand nokkura ,,karlkindanna,, þeir hafa haft í frammi afar grófa ofbeldistakta með slæmum afleiðingum. Já það er ekki nóg fyrir þá að skeyta skapi sínu á milligjörðum og steinveggjum með barsmíðum og látum heldur verða virðulegustu kindur að þola ýmislegt. Hvort að þetta stafar af útvarpshlustun, efnahagsástandinu eða einhverjum aldurstengdum pirringi veit ég ekki en slæmt er það.