26.11.2009 20:48

Klippingar.................



Úpps........ertu að taka mynd af mér?
Hér á myndinni er höfðinginn og uppáhaldið mitt hún Karún Orradóttir að njóta veðurblíðunnar.

Það er margt búið að afreka í Hlíðinni síðustu daga og vonandi halda afrekin áfram næstu daga.
Um síðustu helgi var klárað að taka af öllu fénu og því allur hópurinn kominn á gjöf.
Ég var að reyna að sannfæra Skúla um að það borgaði sig sannarlega að taka af sjálfur. Ég setti upp fyrir hann dæmi sem að átti auðveldlega að sanna að ég hefði á réttu að standa. Kallinn fór í klippingu um daginn sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema að hann var korter í stólnum og það kostaði litlar 3500 krónur. Og takið eftir hann fékk ekki gel, lit eða glimmer. Mér fannst því sanngjarnt að reikna með því að rollurnar fengju ,,fjölskylduafslátt,, hjá rúningsmanninum og borguðu bara 3000 krónur á stykkið. Þær voru jú að fá alklippingu en ekki bara hausaklippingu. Ef að 700 kindur borga 3000 krónur gerir það 2.100.000- tvær milljónir og eitt hundraðþúsund. Ekki svo slæmt viku kaup það.
Nei þetta er því miður ekki raunveruleikinn nema að litlu leiti og því varð Skúli bara að puða og klippa en ég að finna eitthvað raunverulegra til að sannfæra kallinn.
Öll ullin er farin og vitið þið hvað ? núna er beðið eftir ullinni hjá Ístex því stór hluti þjóðarinnar er farain að prjóna og þá má nú ekki standa á hráefninu.
Ég fékk líka símtal þar sem að fulltrúi sláturleyfishafa á Sauðárkróki var að leita að fleira fé til slátrunnar. Útfluttningur á lambakjöti hefur er mikill í haust og birðir farnar að minnka. Það verður kannske þannig í framtíðinni að erfitt verður fyrir landann að fá lambakjöt?
Það var nokkuð athygglisvert sem ég heyrði í útvarpinu um daginn þar var verið að ræða um hversu mikið vantaði uppá að þjóðir heims ættu nægan mat árið 2020.
Þar kom fram að mikil fækkun er á sauðfé í heiminum og margir sauðfjárbændur viðsvegar um heiminn væru hættir framleiðslu.
Skilaboðin til ykkar eru sem sagt þau njótið á meðan þið hafið tök á því og hugsið nú fallega til okkar sauðfjárbænda ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.

Hún Astrid tók fullt af myndum þegar verið var að taka af en þar sem að hún skrapp í menningarreisu þá koma þær inná síðuna seinna.