19.06.2009 21:30

Smá fréttir.



Þetta er Kátur frá Hallkelsstaðahlíð sonur Karúnar frá Hallkelsstaðahlíð og Auðs frá Lundum.
Hann stendur þarna eins og ,,alvöru,, töffari hvílir tvo fætur og stendur í tvo. Töffffffff.

Í dag fóru Kolskör, Þríhella og Perla frá Lambastöðum undir glæsi hestinn Aldur frá Brautarholti.
Hann fór í ljómandi góðan dóm nú í vor aðeins fjögura vetra gamall. Hann fékk 8.08 fyrir bygging þar fór hann hæðst fyrir bak og lend fékk 9.0 þá einkun fékk hann líka fyrir prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.28, þar af fyrir skeið 9.0 og tölt, vilja og geðslag 8.5 aðaleinkun 8,20

Nýir hestar komu í tamningu í dag spennandi tryppi sem vonandi verða bara skemmtilegir nemendur. Stóðið tók smá skoðunnarferð í dag en er nú aftur komið á réttar slóðir.
Fyrirmyndar hestur dagsins var Bleik Ófeigsdóttir frá Þorláksstöðum er að verða mjög skemmtileg.

Túnrollurnar halda áfram hörðum árásum og víla ekki fyrir sér að vaða langt út í vatn fram fyrir girðingar og varnargarða. Spurning hvort ekki sé ráð að skilja íslenska fjára minn eftir suður við vatn og láta hann eiga ,,orð,, við þær þegar þær koma? Nei kannske ekki Snotra mín er kvöldsvæf og myrkfælin. Þolir líka ekki vel að verða einmanna og túnrollur eru ekki góður félagsskapur.

Ég er umhverfissinni það er ekki spurning, að hluta til bæði í orði og líka verki.
T. d á ég lifandi ,,moltutunnur,, þær taka uppí sig sjálfar og það sem meira er þær losa líka afraksturinn út í náttúruna. Já þið viljið vita hvar ég keypti þær???? og hvaða tegund og framleiðandi???? Þær eru svartar, hvítar og segja örsjaldan voff, heita Ófeigur og Þorri.
Það er alveg með ólíkindum hvað þeir félagar éta, auðvita kjöt, þurrfóður og alla afganga, en hundar og hrásalat. Ekki það fyrsta sem manni dettur í hug með öðrum orðum þeir éta allt sem að kjafti kemur en vonandi ekki hann bróðir minn líka.