27.03.2013 22:42

Í hundunum......



Hundalíf í Hlíðinni gæti þessi mynd heitið en hún var tekin við skemmtilegt tækifæri.
Snotra sú gula, Deila sú gamla, Ófeigur og Þorri hvert eitt með sitt hlutverk í lífinu.



,,Kæri himnafaðir,, nú eða bara kæri húsbóndi hvað getum við gert fyrir þig í dag ???

Góðir dagar að baki með blíðu til tamninga og annara verka hér í Hlíðnni.
Við höfum verið svo heppin að hafa góðar aðstoðarkonur hér með okkur síðustu daga sem hafa heldur betur verið liðtækar. Ekki er svo verra að vera orðin ,,góðkunningi,, lögreglunar sem hefur riðið út með okkur síðustu daga. Já það gerist ýmislegt skemmtilegt í sveitinni.

Um síðustu helgi var svo brunað á sýningu vestlenskra hestamanna í Borgarnesi.
Skemmtileg sýning með mörgum góðum hrossum og flottum knöpum en var kannske fulllöng fyrir venjulegt fólk. En fyrir dellu fólk eins og mig sem skemmtir sér alltaf vel við að horfa á hross var þetta bara fínt. Nokkur hross eru mér sérstaklega eftirmynnileg og einnig var gaman að sjá nokkra knapa sem skáru sig úr annars góðum hópi knapa með fyrirmyndarreiðmennsku.

Framundan eru góðir páskadagar með vonandi mörgum góðum stundum.