02.02.2011 22:46

Byldagurinn

Er búin að setja inn nokkrar myndir frá folaldasýningunni í albúmið, endilega skoðið.

Í morgun var alvöru vetur hér í Hlíðinni ösku svartu bylur með öllu tilheyrandi en eins og við er að búast var komin blíða seinni partinn.
Proffinn minn kom inn í dag og hefur held ég aldrei gengið svona lengi út blessaður kallinn. Enda sá ég smá ásökun í augnaráðinu þegar hann kom heim hefur örugglega hugsað mér þegjandi þörfina í bylnum í nótt. Sálfræðilega batnaði hestakosturinn hjá mér til mikilla muna við að fá kappann inn get samt ekki kvartað með það sem ég hef haft.
En sumir eru bara ómissandi jafnvel þó að þeir séu erfiðir og óstýrlátir.

Nú er sko allt að gerast fyrir afmælishátíðina hjá FT og á morgun byrja fréttir af væntanlegri fræðsluveilsu að birtast.
Hátt á annan tug reiðkennara og tamningamanna fræða og sýna listir sínar og hestakosturinn hjá þeim stefnir í stórveislu.