08.08.2010 23:58

Og þau lentu í löggunni.



Hér kemur gáta...........hvar er þessi mynd tekin ?

Ég ætla að segja ykkur það á morgun ef að enginn verður búinn að upplýsa það hér.

Í dag fórum við innað Hóli að sækja strokufangana okkar sem við höfum saknað.
Mér hefur alltaf reynst vel að spyrjast fyrir um strokuhross hjá honum Munda á Hóli ef að einhver von er um að þau hafi skroppið í Dalina.
Að þessu sinni varð ég ekki fyrir vonbrigðum og það sem meira var hann hafði kallað til ,,lögregluna,, og þeir í sameiningu með aðstoð góðra manna komið öllum hrossunum í hús áður en við komum á staðinn. Ekki amaleg þjónusta það.



Þessir voru hressir að vanda þegar við mættum á svæðið og öll hrossin komin inn í hús.




Það eru ekki bara hrossunum sem líkar vel að koma til Munda á Hóli, mér finnst alltaf jafn gaman að koma í kaffi hjá þessum 95 ára strák.

Flakkararnir voru teknir á kerru og keyrðir heim, nú er frelsið í fjallinu búið og styttist í tamningu allavega hjá henni Hlíð.
Já það er svona að lenda í löggunni eða saman við hrossin hjá löggunni. :):):)

Það gengur vel með rúmlega 20 frumtamningatryppi sem eru ,,sest,, á skólabekk hér í Hlíðinni. Ég ætti kannske að taka myndavélina með í heshúsið einhvern daginn ?