27.01.2010 22:27

Blíða............

Það verður stuttur fréttapistill sem ég smelli hér inn í kvöld kellan er alveg búin á því eftir þennan góða dag. Blíðan var yndisleg hér í dag hvort sem maður vildi njóta útsýnisins eða ríða út og temja já eða gera hvað sem er. Fyrstu sprettir voru teknir í birtingu og þeir síðustu í tunglsljósinu ekki leiðinlegt. Væri nú gaman að hafa svona birtu og veður eitthvað áfram. Svo verða hrossin svo góð þegar veðrið og færið er svona flott.

Fyrirmyndarhestur dagsins Von frá Reykjavíkemoticon

Hér á bæ voru tveir kappar sem fögnuðu eins árs afmæli í gær fengu reyndar ekki veislu enda má það alveg bíða betri tíma. Þetta voru að sjálfsögðu þeir Ófeigur og Þorri.
Annars bíða þeir spenntir eftir niðurstöðum frá ,,sérstökum menntaráðgjafa,, sem kemur til með að úrskurða um það hvort að þeir eigi að sækja sér fróðleik og félagsskap í aðra sveit á laugardaginn. Það er alltaf spurning um hvort að hundar treysti sér til að verða sér og sínum til sóma á almannafæri eða hvort ómótaðar sálir lendi á glapstigum þegar út fyrir landareignina er komið. Verður kannske bara að koma í ljós.

Það voru góðar fréttir úr því efra í dag þegar Ragnar kom heim eftir að hafa farið í aðgerð norður á Akureyri. Hann er búinn að henda hækjunum og ég held svei mér þá að hann hafi bara yngst heilan helling við það. Gaman að sjá hvað hægt er að gera fyrir fólk.........þegar það kemst að á sjúkrahúsunum.