26.01.2010 00:47

Mánudagur



Sumarið er tíminn..................þarna er hún Ansu að vinna í hringgerðinu og Deila passar að allt fari vel fram. Ansu við söknum þín.

Helgin var skemmtileg og bauð uppá mikla fjölbreyttni í störfum hjá mér allt frá bakstri og húsmóðursleik til tamninga og handboltagláps. Nokkrir gestir ráku inn nefið,hestar komu í tamningu og Bikar flutti til nýrra heimkynna.

Á laugardaginn var handboltaleikur Ísland - Danmörk.....Astrid hver vann leikinn aftur????

Já handbolti .....hvar endar þetta ? Ég lagið mig fram í dag að halda ró minni og haga mér eins og virðulegri húsfreyju sæmir en það bara tókst ekki. Blóðþrýstingurinn var kominn á fulla ferð og stríðsástand í sófanum. Ég verð alveg pollróleg í næstu leikjum ég hef nefninlega komist að því að Íslendingar verða Evrópumeistarar.

Í kvöld fór ég á sveitastjórnarfund í Eyja og Miklaholtshreppi sem haldinn var á Breiðabliki.
Ég verð að játa að mér fannst gaman að mæta á sveitastjórnarfund í ,,öðru,, sveitafélagi.
Spurning um að fara bara að breyta og bæta hreppamörkin hér í dalnum? Það er örugglega einhver vatnsföll sem hægt er að miða við og finna út góðar línur. Ég er nokkuð viss um að þeir mundu ekkert taka eftir því þessar elskur þarna í höfuðstöðvunum hjá okkar sveitafélagi. Þeim er ekki svo tamt að hugsa hér vestur hvort eð er.

Og ekki má gleyma fyrirmyndarhesti dagsins sem var hann Vörður ekki spurning.