20.01.2010 21:45

Skeggi Stælsson og ýmislegt fleira


Þetta var nú ljómandi góður dagur og mörg skemmtileg hross sem voru vinnufélagar mínir í dag. Fyrir þá sem ekki vita þá er eins að vinna með mörgum mismunandi hestum eins og að vinna með stórum hópi af fólki, allir eru mismunandi líkir og ólíkir.
Maður kann misjafnlega við ólíka persónuleika og þarf að einbeita sér að gera það besta úr hverjum og einum. Svo eru alltaf einhverjir í uppáhaldi og þá er að passa sig á því að leyfa ekki meira en góðu hófi gegnir. Sem sagt púra uppeldi.
Oftar en ekki eru það hrossin sem að eru erfið og svolítið sérstök sem að lokum verða í miklu uppáhaldi. Það er svo gaman þegar hestur hefur náð að skilja, vilja og njóta.
Fyrirmyndarhestur dagsins var Skeggi Stælsson, það var hreint enginn betri miðað við aldur menntun og fyrri störf.

Næsta sunnudag 24 janúar verður Þórarinn Eymundsson tamningameistari FT með sýnikennslu í reiðhöll Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Sýningin hefst kl 16.00
Þórarinn kom í Borgarnes á haustdögum með kennslusýningu sem tókst alveg frábærlega ég vil hvetja hestafólk til að fara á sýninguna og sjá sannkallaða meistaratakta.