22.10.2009 22:05

Púddufátækt og fleiraÁ myndinni er góður höfðingi að njóta veður blíðunnar við húsvegginn hér í Hlíðinni.

Í gær var brunað í bæinn til að fara á kennslusýningu hjá Antoni Páli Níelssyni reiðkennara.
Sýningin var samstarfsverkefni Félags tamningamanna og Hestamannafélagsins Gusts sýningin heppnaðist mjög vel og var aðsóknin góð um 200 manns. Á næstunni verða fleiri svona viðburðir á vegum FT og ýmislegt spennandi framundan.
Eftir sýninguna var svo litið við hjá afmælisbarninu í Garðabænum og þar var náttúrulega þessi fína terta á boðstólnum. Takk fyrir mig Erla mín.

Það var líka rokið til fjalla í eftirleit og árangurinn var bara nokkuð góður rúmlega 20 kindur. Já það var ekki sérstaklega gott færið síðasta laugardag þegar við smöluðum svo það var nauðsynlegt að fara í tiltekt.

Ég hef verið að forvitnast um folana okkar sem eru í námi á Hólum þá Baltasar, Vörð og Fjórðung (sko ekki Mumma og Helga) þeir eru bara að standa sig vel og gera það vonandi áfram. Ég er orðin svolítið spennt að sjá þá og bíð eftir sýningunni.
Svo verður nú gaman að hitta Sjóðinn sinn aftur og sjá hvað hann hefur lært.

Annars er ég í frekar slæmum málum því að hænur búsins eru komnar í verkfall. Ég held að þær séu að mótmæla kreppunni eða ríkisstjórninni og hafi ákveðið að þær væru orðnar alltof gamlar til að verpa. Alltaf þessi æskudýrkun hjá kvennþjóðinni. Ég er orðin svo vön stórum sveitaeggjum með dökkri rauðu að ég fæ næstum klíu og klúðra öllum kökuuppskriftum þegar ég brýt lítil og náföl Bónus egg saman við degið.
Sem sagt mig vantar hænur...............................