05.10.2009 22:41

Hryssurnar í hausthagann.Í dag fóru hryssurnar í haustgirðinguna sína þannig að það voru síðustu forvöð fyrir þær að príla. Þær tóku smá æfingu fyrir sig og sín folöld eins og þið sjáið hér á myndinni.
Þarna röllta þær og afkvæmin í halarófu eftir Syllunum eins og þessi staður er kallaður.
Það var gaman að sjá folöldin aftur eftir nokkrar vikur í fjallinu, sum höfðu stækkað mikið en aðal breytingin á öðrum var að núna voru þau orðin loðin og lubbaleg.Þarna er hún Fáséð mín Baugsdóttir að rekja spor..............hvert ætli þau liggji????

Ég setti inn svolítið af nýjum myndum frá þessum góða degi inná ,,albúm,, flipann hér á síðunni. Myndasafnið var samt ekki eins mikið og ég ætlaði því myndavélin varð batterýlaus áður en að við komum í girðinguna og einnig áður en að allar hryssurnar voru komnar í hópinn. Bæti úr því við fyrsta tækifæri.